fbpx
Miðvikudagur 14.ágúst 2024
Pressan

Hárkollugengið fór mikinn – Náðist að lokum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. september 2022 22:00

Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur þú ferðast á fyrsta farrými í frönskum járnbrautarlestum? „Týndist“ farangurinn þinn á leiðinni?“

Ef svo er þá gæti verið að þú hafir orðið fyrir barðinu á „hárkollugenginu“. Þetta er hópur þriggja þjófa sem herjaði á farþega járnbrautarlesta og stálu mörg hundruð töskum og veskjum frá þeim.

Mánuðum saman reyndi lögreglan í Marseille að hafa hendur í hári þeirra en það gekk erfiðlega að hafa uppi á þeim en nýlega tókst loks að hafa hendur í hári gengisins. Í því eru þrír menn sem höfðu fyrir vana að setja á sig hárkollu áður en þeir létu til skara skríða. The Guardian skýrir frá þessu.

Þrír miðaldra karlmenn eru nú í haldi lögreglunnar, grunaðir um að vera félagar í „hárkollugenginu“. Lögreglan vinnur nú að því að koma rúmlega 150 ferðatöskum og 170 veskjum til réttmætra eigenda en þetta fannst hjá þremenningunum.

Meðal munanna er kventaska sem í eru skartgripir að verðmæti 50.000 evra og 137.000 evrur í reiðufé.

Einnig fann lögreglan dýr sólgleraugu, úr, skó og myndavélar á lager þjófanna.

David Brugére, fulltrúi lögreglunnar, sagði á fréttamannafundi að þjófarnir væru færir í sínu fagi og mjög snöggir þegar þeir væru að störfum.

Hann sagði að þeir hafi notað hákollur og klætt sig sem konur. Síðan hafi þeir komið sér fyrir nærri fórnarlömbum sínum áður en þeir stálu töskum og veskjum þeirra.

Þjófarnir létu að sér kveða á leiðunum á milli Parísar og Nice, Parísar og Marseille og Lyon og Genove.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla
Pressan
Í gær

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu
Pressan
Í gær

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit
Pressan
Fyrir 3 dögum

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Framboð Trump hakkað – Dularfullur maður sem kallar sig Robert sendir gögn á fjölmiðla og Trump kennir Íran um málið

Framboð Trump hakkað – Dularfullur maður sem kallar sig Robert sendir gögn á fjölmiðla og Trump kennir Íran um málið