fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Biden segir að Bandaríkin muni verja Taívan gegn kínverskri árás

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. september 2022 06:10

Taívanskar F-16 vélar. Mynd: EPA-EFE/RITCHIE B. TONGO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin eru reiðubúin til að verja Taívan ef svo fer að Kínverjar ráðist á eyríkið. Þetta sagði Joe Biden, Bandaríkjaforseti, í fréttaskýringaþættinum 60 mínútum í gærkvöldi.

Hann sagði að ef brölt Kínverja endi með að þeir ráðast á Taívan þá séu Bandaríkin reiðubúin til að verja Taívan.

Það er svo sem ekki nýtt að Biden segi þetta því hann gaf sama loforð á fréttamannafundi í Tókýó fyrir nokkru. En þrátt fyrir loforð Biden um þetta þá ríkir enn vafi um hvort þetta sé í samræmi við viðurkenningu Bandaríkjanna á að Taívan sé hluti af Kína.

NPR segir að þess utan sé það stefna í bandarískum stjórnmálum að ekki sé rætt opinberlega hvernig Bandaríkin muni bregðast við vopnuðum átökum á milli Kína og Taívan. Anthony Kuhn, fréttamaður NPR í Asíu, sagði að ummæli Biden virðist ganga gegn þeirri stefnu.

Mikil spenna hefur verið í samskiptum Kína og Taívan síðan Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, heimsótti Taívan í byrjun ágúst. Margir litu á heimsókn hennar sem tákn um stuðning Bandaríkjanna við Taívan og Kínverjar brugðust ókvæða við heimsókninni og juku hernaðarumsvif sín í nágrenni Taívan mikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?