Í versta falli getur yfirborð sjávar hækkað um 2,5 metra fram að næstu aldamótum og þá liggur auðvitað í augum uppi að þeir sem búa í minna en tveggja metra hæð yfir sjávarmáli eru í vanda.
Samhliða hlýnandi loftslagi eykst uppgufun og snjókoma aðeins en rigning eykst mikið. En það eru fleiri þættir sem spila inn í hversu mikið yfirborð sjávar mun hækka. Meðal annars þenst vatn út þegar það hitnar og þannig hækkar sjávarborðið án þess að ís bráðni. Einnig getur hafsbotninn sigið samhliða því sem meira bætist í höfin. Þá dregur úr áhrifum hækkunar sjávarborðs.
Það er heldur ekki auðvelt að reikna út hvernig sjávarborðið breyttist áður fyrr því það skortir gögn til þess. En óháð því þá hvað gerðist áður fyrr þá er ljóst að yfirborð sjávar mun hækka á næstu árum.
Í grein í Science segir Stefan Rahmstorf, haffræðingur við háskólann í Postdam í Þýskalandi, að við verðum bara að vona að hækkunin næstu öldina verði föst stærð.
Samkvæmt bjartsýnustu spám og útreikningum verður hækkunin 50 cm fyrir næstu aldamót en í verstu spám og útreikningum verður hún orðin 2,5 metrar og 5 metrar 2150.
Einn af stóru óvissuþáttunum er ísinn á Suðurskautinu. Ef Thwaitejökullinn brotnar og sendir mikið ís magn út í sjóinn getur sviðsmyndin orðið enn dekkri.
„Það eru rúmlega 150 borgir, með eina milljón íbúa eða fleiri, við strendur heimsins. Hækkun um 1 metra er hræðileg. 5 metrar innan þess tíma verða óskiljanlegar hamfarir,“ sagði Ramhstorf.