fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Pressan

Rannsókn sýnir áberandi mun á heila nútímamanna og Neanderdalsmanna

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. september 2022 15:00

Homo sapiens og Neanderdalsmaður. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengi hefur sú mynd verið dregin upp af Neanderdalsmönnum að þeir hafi verið treggáfaðir og rustalegir. Nú hefur ný rannsókn varpað ljósi á áberandi mun á þróun heila nútímamanna og Neanderdalsmanna. En hún staðfestir ekki að sú staðalímynd, sem oft er dregin upp af Neanderdalsmönnum, sé rétt.

The Guardian segir að í rannsókninni hafi gen úr heila Neanderdalsmanna verið sett í mýs, merði og „smáheila“ sem eru frumulíffæri, sem eru ræktuð á tilraunastofum úr stofnfrumum fólks.

Rannsóknin leiddi í ljós að Neanderdalsútgáfa gensins tengdist hægari myndun taugafruma í heilaberkinum á meðan á þroskastigið stóð yfir. Segja vísindamenn að þetta geti skýrt vitsmunalega yfirburði nútímamannsins yfir Neanderdalsmönnum.

Wieland Huttner, hjá Max-Planck-stofnuninni í Þýskalandi, sagði að vísindamennirnir telji þetta vera fyrstu óyggjandi sönnunina fyrir að nútímamenn hafi staðið Neanderdalsmönnum framar á vitsmunasviðinu.

Nútímamenn og Neanderdalsmenn skiptust í tvo ættleggi fyrir um 400.000 árum. Forfeður okkar héldu sig í Afríku en Neanderdalsmenn héldu norður á bóginn, til Evrópu. Fyrir um 60.000 árum streymdu nútímamenn til Evrópu og þá hittust ættleggirnir tveir. Þeir blönduðust að hluta en nútímamenn, sem eru ekki af afrískum uppruna, eru með DNA frá Neanderdalsmönnum í líkama sínum en það er á bilinu 1-4% af DNA þeirra.

Fyrir um 30.000 árum voru þessir ættingjar okkar horfnir af sjónarsviðinu. Lengi hefur verið leitað svara við hvernig nútímamaðurinn fór að því að halda velli á meðan Neanderdalsmenn hurfu af sjónarsviðinu.

Laurent Nguyen, prófessor við háskólann í Liége, sagði að það sé staðreynd að hvar sem nútímamaðurinn kom hafi hann staðið sig betur en þær tegundir manna sem þar voru fyrir. Neanderdalsmenn hafi verið komnir til Evrópu löngu á undan nútímamanninum og hafi átt að vera búnir að laga sig að umhverfinu, þar á meðal sýklum. Stóra spurningin sé hvernig nútímamaðurinn hafi farið að því að hafa betur og lifa af á meðan hinar tegundirnar urðu undan að láta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinkonurnar eru báðar látnar

Vinkonurnar eru báðar látnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“