fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Pressan

Geta greint ýmsar tegundir krabbameins með blóðprufum áður en sjúkdómseinkenni koma fram

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. september 2022 11:30

Krabbameinsfrumur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknar segja að nýtt tímabil krabbameinsleitar sé að hefjast eftir að rannsókn leiddi í ljós að með einfaldri blóðprufu sé hægt að greina ýmsar tegundir krabbameina áður en sjúklingarnir fá sjúkdómseinkenni.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að í Pathfinder rannsókninni hafi blóð úr rúmlega 6.600 manns, 50 ára og eldri, verið rannsakað. Mörg tilfelli krabbameins hafi greinst. Sum hafi verið á byrjunarstigi og þrír fjórðu hlutar hafi verið tegundir sem er ekki skimað reglulega fyrir.

Svokallað Galleri próf var notað í rannsókninni en það leitar að erfðaefni krabbameins í blóði. Prófið hefur verið sagt vera tímamótapróf. Á næsta ári verða birtar niðurstöður stórrar rannsóknar með þetta próf en 165.000 manns tóku þátt í því.

Læknar vonast til að prófið geti bjargað mannslífum með því að greina krabbamein það snemma að skurðaðgerðir og aðrar meðferðir virki betur. Tæknin er þó enn á þróunarstigi.

Prófið finnur krabbamein og spáir fyrir um hvar það er. Þetta gerir læknum kleift að vinna hratt við að staðsetja það og staðfesta að um krabbamein sé að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Gurrý flytur sig um set
Pressan
Í gær

Hvernig lykt er af múmíum? – Svarið kann að koma þér á óvart

Hvernig lykt er af múmíum? – Svarið kann að koma þér á óvart
Pressan
Í gær

Þessi daglegi vani er að eyðileggja kynlíf fólks – En það er ótrúlega auðvelt að kippa þessu í liðinn

Þessi daglegi vani er að eyðileggja kynlíf fólks – En það er ótrúlega auðvelt að kippa þessu í liðinn
Pressan
Í gær

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt
Pressan
Í gær

Er hægt að hita kaffi á nýjan leik?

Er hægt að hita kaffi á nýjan leik?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“