fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Pressan

Kengúra varð manni að bana í Ástralíu – Ekki gerst síðan 1936

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. september 2022 21:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn fannst 77 ára karlmaður, með alvarlega áverka, á heimili sínu í Redmond, sem er suðaustan við Perth í Ástralíu. Hann lést á vettvangi af völdum áverka sinna. Lögreglan telur að kengúra hafi orðið honum að bana og að hann hafi haldið kengúruna sem gæludýr.

Sky News segir að samkvæmt lögum sé óheimilt að halda kengúrur sem gæludýr nema með leyfi frá yfirvöldum. Lögreglan segist ekki vita hvort maðurinn var með slíkt leyfi.

Síðasta skráða tilfellið, þar sem kengúra banaði manni, var 1936 þegar William Cruckshank, 36 ára, lést af völdum alvarlegra höfuðáverka sem kengúra veitti honum.

Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang á sunnudaginn kom kengúran, karldýr, í veg fyrir að sjúkraflutningsmenn gætu hlúð að manninum. Lögreglumenn neyddust til að skjóta hana til að hægt væri að komast að manninum.

Kengúrur af þessari tegund, Western grey, geta orðið allt að 54 kg og 1,3 metrar á hæð. Þær eru ekkert lamb að leika sér við ef þær ráðast á dýr eða fólk. Þær geta gripið í andstæðing sinn með handleggjunum, síðan ná þær jafnvægi með halanum og láta síðan spörk dynja á andstæðingnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil leit að manni sem myrti munk og særði þrjá presta í spænsku klaustri

Mikil leit að manni sem myrti munk og særði þrjá presta í spænsku klaustri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morgan var rænt 6 ára – Fjölskyldan beið 30 ár eftir svörum en enginn verður ákærður

Morgan var rænt 6 ára – Fjölskyldan beið 30 ár eftir svörum en enginn verður ákærður