fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Barnslíkin í ferðatöskunum – Kona handtekin

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. september 2022 06:55

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Suður-Kóreu handtók í dag konu sem er talin vera móðir tveggja barna sem eru talin hafa verið myrt. Lík þeirra fundust nýlega í ferðatöskum á Nýja-Sjálandi. Konan var handtekin snemma í morgun í Ulsan. Hún er 42 ára. CNN skýrir frá þessu.

Eins og DV skýrði frá í sumar þá voru líkin í ferðatöskum sem nýsjálensk fjölskylda keypti á uppboði í Auckland.

Dularfulla ferðatöskumálið vindur upp á sig – Tvö barnslík fundust

Í töskunum voru lík tveggja barna sem eru talin hafa verið á aldrinum fimm til tíu ára þegar þau létust.

Konan kom til Suður-Kóreu fyrir nokkrum árum og hefur ekki yfirgefið landið síðan.

Lögreglan á Nýja-Sjálandi hóf strax að rannsaka málið í sumar og eftir nokkra daga tókst að tengja konu, búsetta í Suður-Kóreu, við börnin. Var talið að hún væri skyld þeim. Nú telur lögreglan að hún sé móðir þeirra.

Lögreglan á Nýja-Sjálandi segir að líkin hafi hugsanlega verið í töskunum í mörg ár og það hafi gert rannsóknina erfiða og flókna.

Ekki verður skýrt frá nafni konunnar en það er gert til að upplýsingar um börnin verði ekki opinberar.

Suðurkóreskur dómstóll mun taka ákvörðun innan tveggja mánaða um hvort konan verði framseld til Nýja-Sjálands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“