Svo virðist sem hún sé ný í innsta hring einræðisherrans að sögn The Guardian. Hún sást síðast í síðustu viku á stórum útitónleikum og einnig sást til hennar á þingi landsins nýlega.
Norðurkóreskir fjölmiðlar, sem eru allir undir stjórn einræðisstjórnarinnar, hafa birt myndir og upptökur, þar sem konan sést, að undanförnu. Stundum hefur hún verið við hlið einræðisherrans og stundum í bakgrunni.
Vefsíðan NK News, sem fylgist náið með stöðu mála í Norður-Kóreu, tók fyrst eftir henni í febrúar og hefur fylgst með henni síðan.
Konan er talin vera á fertugs- eða fimmtugsaldri. Getgátur hafa verið uppi um að hún sé hugsanlega systir einræðisherrans en talið er að hann eigi að minnsta kosti tvær hálfsystur, Kim Sol-song og Kim Chun-song, sem fæddust báðar á áttunda áratugnum.