Lögreglan skýrði frá málinu á Twitter og sagði að morðið hafi átt sér stað við vatnspípustað.
Fjölmennt lögreglulið var á vettvangi í gærkvöldi og fram á nótt.
Ekstra Bladet segir að ljósmyndir og upptökur frá vettvangi sýni að einn hafi verið færður á brott í handjárnum.
Lögreglan hefur ekki skýrt frá því að einhver hafi verið handtekinn vegna málsins og talsmaður hennar vildi ekki tjá sig um það þegar Ekstra Bladet leitaði svara. Vísaði hann í færslu lögreglunnar á Twitter.