fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Kínverjar sagðir safna lífsýnum úr Tíbetbúum – Sagt vera hluti af glæparannsóknaáætlun

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 11. september 2022 07:30

DNA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að ný gögn sanni að Kínverjar safni lífsýnum úr Tíbetbúum á kerfisbundinn hátt. Um sé að ræða hluta af „glæparannsóknaáætlun“.

Samtökin segja að kínversk yfirvöld safni nú lífsýnum, DNA, úr fólki um allt Tíbet, þar á meðal úr leikskólabörnum án þess að fá samþykki foreldra þeirra. The Guardian skýrir frá þessu.

Í nýrri skýrslu samtakanna, sem var birt á mánudaginn, segir að ný gögn sýni að verið sé að safna lífsýnum úr Tíbetbúum á kerfisbundinn hátt. Fram kemur að engar opinberar upplýsingar liggi fyrir um að fólk geti neitað að láta lífsýni í té eða að lögreglan þurfi að hafa sannanir fyrir afbrotum viðkomandi til að mega taka þessi sýni.  Segja samtökin að um alvarlegt mannréttindabrot sé að ræða sem sé „ekki hægt að réttlæta sem nauðsynlegt eða að meðalhófs sé gætt“.

Þessi söfnun lífsýna hófst 2019 sem hluti af verkefni á vegum lögreglunnar sem er ætlað að styrkja löggæsluna á grunnstigi hennar.

Í skýrslunni kemur fram að í sumum tilfellum hafi lífsýni verið tekin úr öllum íbúa þorpa, þar á meðal börnum undir fimm ára aldri, eða öllum karlmönnum.

Kínverjar réðust inn í Tíbet fyrir rúmlega 70 árum og hafa farið með yfirráð yfir landinu síðan. Tíbetbúar segja að um innrás hafi verið að ræða en kínversk stjórnvöld segja að um friðsamlega frelsun landsins undan guðveldisstjórn hafi verið að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“