fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Vísindamaður segir að við verðum að endurskoða 5 sekúndna regluna – 300 sinnum fleiri bakteríur

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. september 2022 09:00

Til eru holdétandi bakteríur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Solveig Langsrud, sérfræðingur hjá Nofima, sem er rannsóknarstofnun á matvælasviðinu í Noregi, segir að það þurfi að endurhugsa hina frægu fimm sekúndna reglu sem sumir hafa meira að segja víkkað út í tíu sekúndna regluna.

Eins og flestir vita þá snýst fimm sekúndna reglan (tíu sekúndna reglan hjá sumum) um að óhætt sé að borða mat sem dettur á gólfið ef hann liggur ekki lengur en fimm sekúndur á því. Norska blaðið Godt hefur eftir Langsrud að það þurfi að endurskoða þessa frægu reglu.

Hún segir að það sé reginmunur á hvort maður missi melónu eða brauðsneið á gólfið. Ef vatnsmelóna detti á gólfið berist 97% af bakteríunum á gólfinu á hana á tæpri sekúndu. Á sama tíma berst tæplega 1% af bakteríunum yfir á brauðsneið sem dettur á gólfið.

Hún segir að tvennt valdi þessu. Bakteríur séu með yfirborð sem elskar vatn og vilji gjarnan komast í vatn. Gúrkusneið hafi stærra yfirborð sem komist í snertingu við gólfið en þegar ójafnt yfirborð eins og er á brauði lendir á gólfinu.  Hún segir að það sé samt sem áður góð hugmynd að flýta sér að taka brauðsneiðina upp því þótt bakteríurnar setjist ekki jafn hratt á brauðsneiðina og gúrku eða melónu þá berist 300 sinnum fleiri bakteríur á hana á fimm sekúndum en einni sekúndu.

Hún segir að fólk þurfi ekki að óttast að veikjast af að borða mat sem dettur á gólfið ef það er hreint og þurrt og fólk gangi ekki um það á skítugum útiskóm. Þó sé rétt að hugsa sig tvisvar um ef maður sé með hund eða kött á heimilinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga