fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Svissneskir jöklar hafa minnkað um helming á einni öld

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. september 2022 07:30

Chessjen jökullinn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á 85 árum, frá 1931 til 2016, minnkuðu svissneskir jöklar um helming og bráðnun þeirra verður sífellt hraðari.

Þetta eru niðurstöður rannsóknar vísindamanna við ETH Zurich og fleirir stofnana. Vísindamennirnir skoðuðu ljósmyndir, teknar af jöklunum á milli hinna tveggja heimsstyrjalda og báru saman við mælingar á jöklunum. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að frá 2016 hafi jöklarnir minnkað um 12% til viðbótar.

Daniel Farinotti, meðhöfundur rannsóknarinnar, sagði að bráðnun jöklanna sé að verða hraðari en áður.  Svissneskir jöklar eru tæplega helmingur allra jökla í Ölpunum.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu The Crysphere.

Vísindamennirnir nýttu sér langtíma rannsóknir á jöklunum, mælingar á þeim og ljósmyndir teknar úr lofti og frá fjallstoppum. Meðal þeirra voru 22.000 ljósmyndir sem voru teknar á milli heimsstyrjaldanna tveggja. Með því að notfæra sér margvísleg gögn gátu vísindamennirnir fyllt upp í eyður því rannsóknir hafa aðeins verið gerðar reglulega á nokkrum svissneskum jöklum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Í gær

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“