TMZ segir að lögreglan sé að rannsaka hvort Heche hafi verið undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Miðillinn fékk þetta staðfest hjá heimildarmönnum innan lögreglunnar sem sögðu að blóðsýni hafi verið tekið úr Heche eftir slysið. Það geta liðið vikur þar til niðurstaða úr rannsókn á því fæst.
En þetta er ekki það eina sem TMZ skýrir frá því miðillinn hefur myndbandsupptöku undir höndum sem sýna bifreið, sem er sögð vera bifreiðin sem Heche ók, á miklum hraða og er bifreiðin mjög nærri því að lenda á gangandi vegfaranda. Á upptökunni sést að ökumaðurinn hafði ekki hugann við umferðaröryggi því hann hemlar ekki né reynir að forðast vegfarandann.
Húsið sem Heche ók á stórskemmdist í eldinum sem kom upp við ákeyrsluna.
TMZ segir að áður hafi Heche ekið á bílskúr en hafi stungið af frá vettvangi þrátt fyrir að fólk hafi reynt að stöðva hana.