fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Hún tók ákvörðun sem kostaði hana kærastann

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 05:57

Lauren Saddington. Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Lauren Saddington birti nýlega myndband á TikTok þar sem hún sagði sögu frá því að hún var 17 ára. Hún játaði að hafa áhyggjur af hvernig faðir hennar myndi bregðast við þegar hann heyði söguna en taldi mikilvægt að segja hana ef hún gæti orðið öðrum ungum stúlkum að gagni.

„Þetta var fyrir mörgum árum. Ég hef þroskast síðan sem manneskja og tel nú að ég geti sagt söguna og ekki liðið svo illa yfir henni,“ segir hún í myndbandinu.

„Ég er ekki alveg viss um hversu gömul ég var. Ég held að ég hafi verið um 17 ára og var í sambandi við bróður yfirmanns míns á þessum tíma. Ég var virkilega ástfangin af honum. Ég veit ekki af hverju en ég var ótrúlega ástfangin, kom ekki nálægt öðrum strákum og hann var sá eini, á þessum tíma,“ segir hún.

Lauren notaði getnaðarvarnarpillu á þessum tíma og var góð í að muna eftir að taka hana. Þegar hún fór dag einn til að sækja nýjan skammt spurði hjúkrunarfræðingur hana hvort hún vildi ekki skella sér í klamýdíupróf. Það vildi hún ekki því hún var viss um að hún væri ekki með kynsjúkdóminn.

„Hún sagði: „Þetta er ekkert mál. Þetta er bara próf. Það er neikvætt ef þú ert svona örugg.“ Ég sagði: „Ég þarf ekki á því að halda,““ segir Lauren og bætir við að hún hafi margoft sagt nei því bæði hún og kærastinn hafi farið í próf þegar þau voru að byrja saman.

„Þessi kona gafst ekki upp. Ég er ánægð með það. Hún hélt áfram að segja: „Þetta er bara sýnatökupinni.“ Svo ég gerði þetta bara. Ég fór á klósettið, tók prófið, skilaði þvagsýninu og sýnatökupinnanum og var búin.“

Hún gleymdi síðan að hún hefði tekið þetta próf en tveimur vikum síðar var hringt í hana frá heilsugæslustöðinni og henni sagt að sýnið hefði reynst jákvætt, hún væri með klamýdíu.

„Amma var sú fyrsta sem ég sagði þetta. Hún sagði: „Það er gott að þú komst að því.“ Því það er auðvitað mjög alvarlegt ef þú uppgötvar ekki að þú sért með klamýdíu því hún getur komið í veg fyrir barneignir. Ég grét því mikið því ég hafði alltaf óskað að eignast börn.“

Lauren fékk viðeigandi lyfjakúr til að losna við klamýdíuna. Þegar hún sagði kærastanum sínum að hún hefði greinst með klamýdíu neitaði hann að hafa smitað hana. „Hann hélt framhjá mér. Ég held að hann hafi sagt að hann hafi sofið hjá þremur öðrum.“

Hún lýkur myndbandinu síðan á að senda aðvörun til áhorfenda: „Þrátt fyrir að þér finnist að kærastinn þinn sé frábær, þá skaltu fara í próf eða nota smokk. Í alvöru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið