Hann var því ákærður fyrir að hafa haft í hótunum við embættismann alríkisstjórnarinnar.
Connally játaði að hafa sent fjölda tölvupósta með hótunum um að drepa Fauci og/eða fjölskyldu hans. Póstana sendi hann í gegnum dulkóðaðan netþjón í Sviss.
Í póstunum sagðist Connally meðal annars vonast til að Fauci myndi vera skotinn í „djöfullega höfuðkúpu“ sína og að hann og öll fjölskylda hans „yrðu dregin út á götu, barin til dauða og kveikt í þeim“.
Connally sendi einnig álíka tölvupósta til fleiri háttsettra embættismanna í heilbrigðiskerfinu. Hann játaði að hafa sent þessa pósta vegna vinnu embættismannanna í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar. CNN skýrir frá þessu.