Heimkynni flóðhesta eru í ám og vötnum í Afríku. Talið er að 115.000 til 130.000 dýr séu til í dag. The Guardian segir að auk loftslagsbreytinganna, fækki þeim svæðum sem henta til búsetu fyrir flóðhesta.
Á næsta fundi Cites, the Convention on International Trade in Endangered Species of Wild Fauna and Flora, sem fer fram í Panama í nóvember, munu 10 Afríkuríki leggja til að flóðhestar verði færðir í flokk dýra í útrýmingarhættu.
Ef tillagan verður samþykkt hefur það í för með sér algjört bann við viðskiptum með flóðhesta og afurðir af þeim.