„Þetta lítur kannski út fyrir að vera grimmdarlegt en kjötið er í raun mjög meyrt,“ segir Tizi á upptökunni þar sem hún sést rífa stóra bita af kjöti dýrsins.
Myndbandinu hefur nú verið eytt að sögn The Guardian sem segir að í því sjáist Tizi taka umbúðir utan af hákarlinum, sem var tveggja metra langur, og leggjast við hliðina á honum til að sýna stærð hans. Dýrið var síðan skorið í tvennt, lagt í kryddlög og grillað. Hausinn var notaður til að elda súpu.
Hvíthákarlar eru tegund í viðkvæmri stöðu samkvæmt skráningu the International Union for Conservation of Nature. Næsta stig fyrir neðan er fyrir þau dýr sem eru í útrýmingarhættu.
Hvíthákarlar eru friðaðir samkvæmt kínverskum lögum og liggur 5 til 10 ára fangelsi við því að vera með hvíthákarl í sinni vörslu.