Það gæti því orðið erfitt fyrir marga að fá sér egg og beikon, nú eða baka.
The Guardian segir að einnig hafi dregið úr framleiðslu á mörgum hænsnabúum og það eigi einnig þátt í að lítið framboð sé af eggjum.
Talsmaður samtaka ástralskra eggjaframleiðenda sagði að almennt sé næg eggjaframleiðsla í landinu til að mæta eftirspurn, vandinn í aðfangakeðjunni sé að 2018 hafi lög tekið gildi sem kveða á um að varphænur, sem ekki eru í búrum, verði að geta gengið um utanhúss í að minnsta kosti átta klukkustundir á dag. Þetta veldur vanda á veturna vegna kulda og skemmri tíma sem dagsbirtu nýtur við.
Búregg eru nú um 40% af eggjasölunni í landinu en 50% koma frá hænum sem ganga lausar.