Minkabúunum var lokað vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar því óttast var að veiran, sem hafði greinst í minkum í nokkrum búum, gæti stökkbreyst í þeim og borist í fólk og gert faraldurinn enn verri.
Silfurmávur er algengasta mávategundin í Danmörku. Hann er hávær og því þyrnir í augum margra.
En nú stefnir í að mávunum fækki því tegundin glímir við fæðuskort vegna lokunar minkabúanna.
Danska ríkisútvarpið segir að talning vísindamanna við Árósaháskóla hafi leitt í ljós að annað árið í röð hafi silfurmávar átt í erfiðleikum með að koma ungum sínum á legg, sérstaklega við Limfjorden og við vesturströnd Jótlands. Mörg minkabú voru á þessum svæðum. Jótlandspósturinn skýrir frá þessu.
Knud Flensted, líffræðingur hjá dönsku fuglavinasamtökunum, sagði að ástæðan fyrir þessu sé aðallega skortur á aðgengilegri fæðu á minkabúunum. Minkabændur hafi fóðrar dýrin sín með því að dreifa fóðrinu ofan á búrin. Þak sé á búunum en þau samt sem áður opin þar undir og því hafi fuglarnir átt auðvelt með að komast inn og ná sér í mat.
Ekki bætir úr skák fyrir silfurmáva að aðgengi þeirra að fiski og fiskúrgangi frá fiskiðnaðinum er orðið verra en áður og einnig hefur sorpflokkun verið bætt sem hefur mikið af æti af þeim.
Af þessum sökum er fuglarnir farni að éta egg og unga hvers annars. Það þýðir auðvitað að færri fuglar komast á legg og því fækkar silfurmávum.