fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Spáir 40 stiga hita í Danmörku á næstunni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 06:07

Frá Danmörku. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörgum Dönum brá í brún í gær þegar danskir fjölmiðlar fluttu fréttir af því að Peter Tanev, veðurfræðingur hjá TV2 sjónvarpsstöðinni, spái allt að 40 stiga hita í Danmörku þann 15. ágúst.

Hann skýrði frá þessu á LinkedIn-síðu sinni og birti veðurkort þar sem gert er ráð fyrir svo miklum hita í Danmörku þennan dag. Hann setur þó ákveðna fyrirvara við spána: „Það er mikilvægt að taka fram að þetta er veðurkort sem gildir fyrir mánudaginn 15. ágúst, svo það er langt í þetta og því er þetta mjög óöruggt.“

Svona lítur spákortið út. Skjáskot/LinkedIn

 

 

 

 

 

 

Í samtali við danska fjölmiðla sagði hann það bæði áhugavert og ógnvekjandi að það sé möguleiki, eða kannski frekar hætta á, að hitinn fari svona hátt í Danmörku.

Hann sagði að þó að hitinn fari ekki svona hátt 15. ágúst  þá muni það gerast fyrr eða síðar og benti á að í Hamborg í Þýskalandi, sem er um 160 sunnan við Jótland, hafi hitinn farið í 40 gráður í júlí og hafi það verið í fyrsta sinn sem hitinn hafi farið svo hátt þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland
Pressan
Fyrir 3 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið