Ákveðið hefur verið að framlengja það hámark sem hefur verið í gildi að undanförnu á farþegafjölda á Schiphol flugvellinum í Amsterdam. Ákveðið var að takmarka fjölda farþega sem fara um völlinn daglega til að takast á við langan biðtíma og önnur vandræði sem glímt er við á flugvellinum vegna skorts á starfsfólki.
Nú hefur verið ákveðið að farþegafjöldinn verði takmarkaður út október.
Með þessu er vonast til að hægt verði að stytta biðtíma farþega og draga úr álagi á völlinn.
Farþegar eru samt hvattir til að mæta að minnsta kosti fjórum klukkustundum fyrir brottför.