Ástæðan fyrir frestuninni á mánudaginn var að lekavandamál kom upp við einn mótor geimflaugarinnar þegar verið var að dæla vetni á hann og einnig voru vandamál með hita á mótornum.
Artemis er nafnið á verkefninu en það nær yfir fjölda geimskota þar sem ný tegund geimfara verður prófuð. Meginmarkmiðið er að senda fólk aftur til tunglsins innan fárra ára.
Artemis 1 verðu ómannað en fyrirhugað er að senda geimfara með í næstu ferð en þá verður ekki lent á tunglinu en geimfarið mun fara hring um það.
Fyrirhugað er að Artemis 1 verði 42 daga úti í geimnum.