fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Karoline óttaðist að fá himinháan reikning í póstkassann – Bréfið var miklu verra

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 31. ágúst 2022 05:57

Bréfið sem var í póstkassanum. Mynd:Karoline Granum/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var úti að hjóla með þriggja ára son okkar og hundinn í gær og tók póstinn með mér heim. Bara venjulegur sunnudagur og það sem ég óttaðist mest var að fá himinháan reikning.“

Svona hefst Facebookfærsla Karoline Granum, þrítugrar sjúkraflutningskonu frá Leira í Noregi, en færslan hefur vakið mikla athygli, bæði í Noregi og erlendis.

„Sá ótti reyndist vera mjög lítill því bréfið, sem var í póstkassanum, var allt annað,“ segir hún næst í færslu sinni.

Um handskrifað bréf var að ræða og var það til Karoline og eiginkonu hennar, Trine, frá manneskju sem er mótfallin því að þær hafi gift sig og eignast börn.

„Fjandinn hafi það hvað þetta er ógeðslegt. Ef ég hefði vitað að barnið mitt myndi vera í sama skóla og „sonur“ tveggja píkusleikjara hefði ég skipt um skóla. Hvor ykkar er móðirin og hvor er faðirinn?“

Skrifar hinn nafnlausi sendandi í bréfinu sem Karoline birti mynd af.

„Ógeðslega huggulegt fyrir börnin ykkar að eiga tvær lesbíur sem foreldra. Báðar jafn karlmannlegar. Ég vona að þið eignist ekki fleiri börn. Það getið þið ekki sjálfar. Þið verðið þá að ná í eitthvað annað en tvær fúlar píkur. Helvítis lesbíur,“ segir einnig í bréfinu.

Karoline og Tina kærðu málið til lögreglunnar á mánudaginn en það hefur vakið reiði, sorg og ótta meðal fjölskyldunnar. „Þetta var mjög óþægileg upplifun. En við höfum fengið mikinn stuðning, mjög mörg símtöl frá fólki sem við þekkjum og þekkjum ekki. Fólk er reitt,“ sagði Karoline í samtali við Dagbladet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga