Heute.at skýrir frá þessu. Fram kemur að maðurinn og unnusta hans hafi verið stödd í borginni nýlega til að vera viðstödd brúðkaup vina sinna. Þau hafi síðan dvalið áfram í borginni í nokkra daga eftir brúðkaupið.
Þegar maðurinn kom úr sturtunni langþráðu heyrði hann hræðilegan hávaða. Eldvarnakerfi hótelsins hafði farið í gang vegna gufunnar frá sturtunni. Kerfið sendi sjálfvirk boð til slökkviliðsins sem mætti á vettvang.
Maðurinn fór strax niður í móttökuna og sagði að það væri bara gufa frá baðherberginu sem hefði sett eldvarnakerfið í gang. En starfsmaðurinn í gestamóttökunni keypti þessa skýringu ekki og bað manninn og unnustu hans að bíða utandyra á meðan slökkviliðið sinnti starfi sínu.
Maðurinn var síðan krafinn um 417 evrur, sem svarar til tæplega 60.000 íslenskra króna, fyrir útkall slökkviliðsins. „Þetta er hneyksli. Ég mun svo sannarlega ekki greiða þetta,“ sagði maðurinn sem er vægast sagt ósáttur við hótelið.