fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Verður fuglaflensa næsti heimsfaraldur? Ekki spurning um hvort, heldur hvenær segir prófessor

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. ágúst 2022 07:12

H5N1 fuglaflensuveiran. Mynd:Wikimedia Commons/Cynthia Goldsmith

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir sérfræðingar telja að faraldur fuglaflensu, í fólki, sé í sjónmáli eftir metfjölda tilfella í fuglum síðasta árið.  Sumir hafa vaxandi áhyggjur af að vegna aukinnar útbreiðslu fuglaflensu í fuglum geti veiran þróast yfir í að smita fólk og valda í framhaldinu heimsfaraldri sem gæti orðið mannskæðari en heimsfaraldur kórónuveirunnar.

Daily Mail skýrir frá þessu og bendir á að það sé slíkt sem hafi átt sér stað í lok fyrir heimsstyrjaldarinnar þegar svipuð veira og sú sem nú herjar á fugla barst í fólk. Úr varð Spænska veikin. Talið er að allt að 50 milljónir manna hafi látist af hennar völdum eða 1 af hverjum 35 jarðarbúum.

Daily Mail segir að nú hafi fuglaflensa greinst í rúmlega 22 milljónum fugla síðan í september á síðasta ári sem sé tvöfalt hærri talan en árið á undan. Veiran dreifi sér hraðar en áður og verði fleiri fuglum að bana og telji sumir sérfræðingar að þetta sé banvænasta afbrigði veirunnar til þessa.

Paul Hunter, prófessor í smitsjúkdómum við East Anglia háskólann, sagði að það sé ekki spurning um „hvort fuglaflensa berist í fólk og valdi faraldri, það sé spurning um hvenær“. Í samtali við MailOnline sagðist hann ekki vilja giska á hvort það gerist á hans æviskeiði eða æviskeiði barnabarna hans. „Þetta eru sjaldgæfir atburðir og það er aldrei hægt að spá fyrir um hvenær þeir eiga sér stað en þeim mun meira sem er af þessu, þeim mun meiri hætta,“ sagði hann.

Keith Neal, prófessor emiritus í farsóttafræði smitsjúkdóma við Nottingham háskóla, sagðist telja að mesta hættan í vetur verði venjulega flensan. Ónæmiskerfi okkar séu líklega veikburða eftir tveggja ára sóttvarnaaðgerðir og lítinn umgang við annað fólk. Því geti saklausar veirur orðið skæðar. Hann sagði vitað að venjulega flensan komi í vetur og fuglaflensa sé á sjóndeildarhringnum og geti komið. „Þeim mun meira sem verður um venjulega flensu og fuglaflensu, þeim mun meiri hætta á að þær muni enda saman og valda stórum erfðafræðilegum breytingum,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr
Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags