Þetta endaði með skelfingu því ljónin réðust á hann og drápu og átu. Joy Online skýrir frá þessu.
Talið er að maðurinn hafi verið um þrítugt en enn á eftir að staðfesta það og bera kennsl á hann sem og komast að því af fullri vissu af hverju hann fór inn á svæði ljónanna.
Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins.
Stjórnendur dýragarðsins segja að ekkert ami að ljónunum og þau séu örugg í dýragarðinum.