fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Pressan

Var með tvær McMuffins í töskunni – 240.000 króna sekt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 09:00

Egg McMuffin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það reyndist dýrt fyrir ferðamann einn að hafa keypt sér tvær McMuffins samlokur á Balí í Indónesíu áður en haldið var til Ástralíu. Ferðamaðurinn keypti þessar tvær McMuffins og eitt croissant með skinku og setti í töskuna sína.

En það er ekki heimilt að koma með matvæli frá Indónesíu til Ástralíu því nýlega hertu stjórnvöld reglur um hvað má koma með til landsins frá Indónesíu. Með reglunum er reynt að koma í veg fyrir að gin- og klaufaveiki berist til landsins frá Indónesíu.

Þegar maturinn fannst í töskunni var hann að sjálfsögðu tekinn af ferðamanninum og honum gert að greiða sekt upp á sem nemur um 240.000 íslenskum krónum.

Murray Watt, ráðherra landbúnaðar, sjávarútvegs og skógarnýtingar skýrði frá þessu að sögn CNN.

„Þetta verður dýrasta ferð ferðamannsins á McDonald‘s nokkru sinni. Upphæðin er tvöfalt hærri en flugmiði til Balí kostar en ég ber enga virðingu fyrir fólki sem fylgir ekki ströngum áströlskum reglum,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Unglingsstúlka reiddist keppinautnum og eitraði fyrir geit

Unglingsstúlka reiddist keppinautnum og eitraði fyrir geit
Pressan
Í gær

10 hlutir sem farþegar gera sem pirra flugþjóna – „Hættu að snerta okkur. Ekki pota í mig eða banka í mig“

10 hlutir sem farþegar gera sem pirra flugþjóna – „Hættu að snerta okkur. Ekki pota í mig eða banka í mig“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elítan í Rússlandi komin með nóg – „Við reiknuðum með að stríðið tæki enda“

Elítan í Rússlandi komin með nóg – „Við reiknuðum með að stríðið tæki enda“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Meingallaðir verðlaunapeningar frá ólympíuleikunum í Frakklandi

Meingallaðir verðlaunapeningar frá ólympíuleikunum í Frakklandi