Það var japanskt geimfar sem tók jarðvegssýni á Ryougu 2018 og 2019 og flutti til jarðarinnar. Daily Mail segir að vísindamenn segi að rykagnir, sem voru í sýnunum, séu úr kísilkarbíði sem er efnasamband sem myndast ekki náttúrlega á jörðinni.
Sólin og pláneturnar í sólkerfinu okkar eru um 4,6 milljarða ára gamlar en alheimurinn um 13,7 milljarða ára gamall.
Rannsókn á sýnunum, sem voru tekin á Ryugu, bendir til að vatn hafi borist til jarðarinnar með loftsteinum frá ystu mörkum sólkerfisins.
Vísindamenn eru að rannsaka þessi efni til að reyna að varpa ljósi á uppruna lífsins og myndum alheimsins.
Gögn benda til að Ryugu geti verið leifar af eldgamalli halastjörnu sem hafi verið á ferð um sólkerfið í tugi þúsunda ára. Hár hiti hafi síðan þurrkað halastjörnuna upp og breytt henni í loftstein.
Í grein í Nature Astronomy segja vísindamennirnir að sýnin frá Ryugu geti veitt vísbendingar um hvernig heimshöfin mynduðust.