fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Prófessor segir of seint að grípa í taumana

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. ágúst 2022 16:30

Loftmengun hefur margvísleg neikvæð áhrif. Mynd:Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hækkandi hitastig, eldar og öfgaveður eru nú þegar orðin staðreynd. Ástandið á bara eftir að versna og það er of seint að grípa í taumana og stöðva þessa þróun.

Þetta er mat Bill McGuire, prófessors í jarðeðlisfræði og loftslagsvísindamanns við The University College of London. Hann segir að við höfum beðið allt of lengi með að stöðva þá þróun sem hefur átt sér stað varðandi loftslagsbreytingar og nú sé það einfaldlega um seinan.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur McGuire skrifi um þessa dökku spá sína í nýrri bók hans „Hothour Earth“ sem fjallar aðallega um hnattræna hlýnun.

Í bókinni segir hann meðal annars að losun CO2 á heimsvísu hafi verið allt of mikil um langa hríð og það sé ástæðan fyrir þeim öfgahitum sem Evrópubúar og íbúar annarra heimsálfa hafa upplifað á síðustu árum.

Í júlí mældist hiti yfir 40 gráður í fyrsta sinn á Englandi frá upphafi mælinga. Miklir eldar brutust út í Lundúnum samfara þessum mikla hita og til dæmis brunnu 16 íbúðarhús í Wennington í austurhluta borgarinnar.

„Hver hefði trúað því að úthverfi Lundúna myndi næstum gjöreyðileggjast í bruna árið 2022? Ef eitthvað land hefur þörf fyrir vakningu þá hlýtur það að vera þetta land,“ sagði hann í samtali við The Guardian.

Mörgum finnst orð hans eflaust öfgafull og þá kannski í ljósi þess að enn fyrirfinnast loftslagssérfræðingar sem eru bjartsýnir og telja að við höfum enn tíma til að snúa þessari þróun við og stöðva hnattræna hlýnun.

En McGuire er ekki sannfærður og segist þekkja marga loftslagsvísindamenn sem hafi þessa skoðun opinberlega en aðra skoðun óopinberlega. „Margir þeirra eru hræddir við þá framtíð sem blasir við okkur en vilja ekki viðurkenna það opinberlega,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn