Niðurstöður hennar sýna að karlar geta hleypt meira fjöri í kynlífið og aukið tíðnina með því að taka á sig meiri ábyrgð heima fyrir og sinna húsverkum.
Daily Mail segir að ástralskir vísindamenn hafi gert könnun meðal tæplega 300 gagnkynhneigðra kvenna, sem voru giftar eða í sambandi, um kynlíf þeirra og hver sinnti húsverkunum.
Niðurstaðan er að eftir því sem meira jafnræðis gætti á milli kynjanna, þeim mun ánægðari voru konurnar í samböndum sínum og það skilaði sér út í löngun þeirra til að stunda kynlíf.
Höfundar rannsóknarinnar segja að „kynlífsneistar fljúgi“ þegar karlarnir sjái um sanngjarnan hluta af heimilisstörfunum.
Í grein, sem tveir höfundar rannsóknarinnar skrifuðu í The Conversation, segja þeir að niðurstöðurnar bendi til að lítil löngun kvenna til að stunda kynlíf tengist hugsanlega því vinnuálagi sem er á þeim heima fyrir.
Fyrri rannsóknir hafa sýnt að konur sinna fleiri húsverkum en karlar og eyða meiri tíma í að annast börn en þeir.