fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Dularfullt minnisblað frá Díönu prinsessu – Sá hún dauða sinn fyrir?

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. ágúst 2022 21:00

Díana, prinsessa af Wales

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um þessar myndir eru 25 ár síðan Díana prinsessa lést í bílslysi í París. Hún var á þeim tíma líklegast sú kona sem flestar myndir voru teknar af í heiminum. Hún lést þegar hún reyndi að koma í veg fyrir að mynd væri tekin af henni. Hugsanlega hafði hún hugboð um hver örlög hennar yrðu.

Þetta kemur fram í nýjum heimildarmyndaþáttum frá Discovery um Díönu. Fram kemur að 1995 hafi hún sagt lögmanni sínum, Victor Mischon, að reynt yrði að „losna við“ hana á næstu árum.

Hún hafði ýmsar hugmyndir um hvernig henni yrði rutt úr vegi og taldi að breska hirðin myndi standa á bak við það. Það má kannski segja að það sé svolítið óhugnanlegt að ein af hugmyndum hennar var að henni yrði rutt úr vegi í bílslysi.

Hún hélt því fram að þessi kenning væri komin frá „traustum heimildarmönnum“ en vildi ekki segja Mischon hverjir það væru. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Mischon skirfaði og sagt er frá í nýju heimildarmyndaþáttunum. Minnisblaðið er þekkt sem „Mischon-minnisblaðið“ en það kom ekki fram á sjónarsviðið fyrr en mörgum árum eftir dauða Díönu.

Banaslysið

Þetta örlagaríka ágústkvöld 1997 hafði Henri Paul, bílstjóri Díönu, drukkið áfengi og notað lyfseðilsskyld lyf. Hann ók á rúmlega 100 km/klst þegar hann reyndi að stinga ljósmyndara, sem voru á mótorhjólum, af. Það tókst ekki því bíllinn endaði á stórri súlu í göngum í París. Auk Díönu og Henri var Dodi Al-Fayed, unnusti Díönu, með í bílnum.

Eftir slysið kom Mischon minnisblaðinu til Sir Paul Condon, yfirlögregluþjóns, en það skilaði engum árangri. Condon stakk minnisblaðinu inn í peningaskáp þar sem það lá óhreyft þar til 2004.

Minnisblaðið, þar sem skýrt er frá áhyggjum Díönu, kom ekki aftur fram á sjónarsviðið fyrr en í janúar 2004 þegar ný formlega rannsóknin á slysinu hófst.

Þá var það John Stevens sem stýrði rannsókninni og fann fyrrgreint minnisblað. Minnisblaðið hafði þó ekki áhrif á lokaniðurstöðu rannsóknarinnar sem lá fyrir 2006. Hún var að Díana hefði alveg 100% örugglega látist af slysförum, ekki hafi verið um morð að ræða.

Margir eru ósáttir við þessa niðurstöðu og telja að litið hafi verið fram hjá minnisblaðinu og ýmsum öðrum gögnum. Michael Mansfield, lögmaður, segir að honum hafi brugðið mjög þegar hann sá umrætt minnisblað í árslok 2006. Það sé „algjörlega mikilvægasti hluturinn í rannsókninni“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn