Hann var þá fluttur á sjúkrahús. Skömmu eftir komuna þangað var hann úrskurðaður látinn. NBC News skýrir frá þessu.
Fram kemur að vitni hafi sagt að vökvinn í flöskunni hafi verið „gruggugur“ og „þykkur“.
Verjandi Leclair og saksóknari segja að hann hafi drukkið vökvann á undarlegan hátt og hafi það vakið athygli. „Ég tók eftir að hönd hans skalf. Ég hélt þá að það væri vegna þess að hann var sakfelldur en hann hélt bara áfram að drekka og drekka,“ sagði Mike Howard, verjandi hans í samtali við NBC News.
Saksóknarinn sagðist telja að Leclair hafi verið látinn þegar sjúkrabíllinn kom í dómhúsið. „Hann var örugglega dáinn eða við það að deyja. Hann var alveg grár og það var ekki að sjá að sjúkraflutningsmennirnir væru að flýta sér,“ sagði hann.
Nú er verið að rannsaka hvað var í flöskunni og hvort eitthvað ólöglegt hafi átt sér stað.
Leclair lést áður en dómari gat kveðið upp úr um hversu lengi hann skyldi sitja í fangelsi.