STV og CNN skýra frá þessu. Þrátt fyrir að Bretar hafi yfirgefið Evrópusambandið þá halda þeir fast í sömu stefnu og sambandið um að draga úr gaskaupum frá Rússlandi og að lokum hætta alveg að kaupa gas þaðan.
Nú hefur streymi rússnesks gass til Evrópu minnkað mikið og það hefur haft í för með sér að gas- og rafmagnsverð hefur hækkað mikið, einnig í Bretlandi. Rafmagnsverð hefur hækkað um 54% á árinu og það er full ástæða til að ætla að það eigi eftir að hækka enn meira sagði Anderson.
Í Bretlandi eru raforkukaupendur með þak á hversu hár rafmagnsreikningur þeirra getur orðið árlega og er það hin opinbera orkustofnun, Ofgem, sem ákveður hvert þakið er. Núverandi þak er sem svarar til um 340.000 íslenskum krónum en það er tvöfalt hærri upphæð en fyrir 18 mánuðum. Reiknað er með að þetta þak hækki enn frekar og telja sérfræðingar að Ofgem hækki það upp í sem svarar til um 520.000 íslenskum krónum á næstunni og jafnvel upp í sem svarar til um 900.000 íslenskum krónum í apríl.