Aftonbladet segist hafa heimildir fyrir að maðurinn hafi verið skotinn í höfuðið. Tilkynning um skothríð barst til lögreglunnar klukkan 18.20. Maðurinn fannst utandyra og var strax fluttur á sjúkrahús. Í gærkvöldi var staðfest að hann hefði verið úrskurðaður látinn þegar á sjúkrahúsið var komið.
Nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins en enginn hefur verið handtekinn.
Það sem af er ári hafa 47 verið skotnir til bana í Svíþjóð en allt árið í fyrra féllu 46 fyrir byssukúlum. Flest morðin tengjast átökum glæpagengja. Ekkert Evrópuríki kemst nærri Svíþjóð hvað varðar fjölda morða með skotvopnum.