fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Kennsl borin á líkamsleifar sem fundust í Lake Mead

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. ágúst 2022 08:01

Vatnsmagnið er í sögulegu lágmarki í Meadvatni og eitt og annað kemur því í ljós. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í maí hafa líkamsleifar að minnsta kosti þriggja einstaklinga fundist í Lake Mead sem er stærsta uppistöðulónið í Bandaríkjunum. Það er á mörkum Nevada og Arizona og sér milljónum íbúa í vesturhluta Bandaríkjanna fyrir vatni.

Nú hafa kennsl verið borin á einar af þessum líkamsleifum að sögn CNN. Þær fundust fyrir tæpum fjórum mánuðum. Þær eru af Thomas Erndt en talið er að hann hafi drukknað í vatninu þann 2. ágúst 2002 en ekki hefur verið endanlega skorið úr um dánarorsök hans að sögn lögreglunnar. Erndt var 42 ára þegar hann lést.

Líkamsleifar hans fundust á Calville Bay svæði vatnsins þann 7. maí.

Líkamsleifarnar og margt annað hefur fundist í vatninu að undanförnu vegna þess hversu mikið vatnsborðið í því hefur lækkað vegna mikilla þurrka í vesturhluta Bandaríkjanna.

Meðal líkamsleifanna, sem hafa fundist, eru líkamsleifar sem voru í tunnu. Skotsár var á þeim og er talið að viðkomandi hafi verið myrtur á áttunda eða níunda áratug síðustu aldar.

Þá hafa líkamsleifar fundist þrisvar sinnum á Boulder Swim Beach en ekki er vitað hvort þær eru allar af sama einstaklingnum eða fleiri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga