fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Pressan

Hver er Andrew Tate? Sagður vera hættulegasti maðurinn á Internetinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. ágúst 2022 06:17

Andrew Tate. Skjáskot/YouTube/FullSendPodcast

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Konur eru ekki með sjálfstæða hugsun. Þeim dettur ekki neitt í hug. Þær eru bara tómir vasar sem bíða eftir að verða forritaðar.“ Þetta er meðal þess sem Andrew Tate hefur sagt um konur en hann er yfirlýstur kvenhatari en þess utan er hann svokallaður áhrifavaldur.

Hann hefur verið töluvert í fréttum að undanförnu og ekki vegna jákvæðra hluta. Búið er að útiloka hann frá öllu stóru samfélagsmiðlunum vegna ummæla hans og skoðana. „Þess utan eiga konur að vera heima, það ætti að neita þeim um ökuréttindi og svo eru konur hluti af eignasafni karlmannsins ef þau eru í sambandi.“ Þetta eru önnur ummæli hans um konur en þau eru fjölmörg. Hann hefur til dæmis einnig sagt að konur „beri hluta af ábyrgðinni“ þegar þær eru beittar kynferðislegu ofbeldi.

Tate hafði vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og víðar vegna skoðana sinna. Hann átti orðið stóran hóp aðdáenda, aðallega unglingspilta, á samfélagsmiðlum og virðist sem niðurlægjandi orðræða hans um konur hafi aflað honum þessara vinsælda.

En á laugardaginn dró til tíðnda þegar Meta, móðurfyrirtæki Facebook og Instagram, lokaði öllum aðgöngum hans á miðlum fyrirtækisins. Tate hafði brotið gegn reglum fyrirtækisins um útbreiðslu hatursræðu. Í kjölfarið fylgdu YouTube og Tiktok fordæmi Meta. Tate var útilokaður frá Twitter 2017 og því missti hann samskiptaleið sína við fylgjendur sína með þessu. Áður en lokað var á hann var hann með 4,7 milljónir fylgjenda á Instagram og horft hafði verið á myndbönd með honum eða um hann tæplega 14 milljón sinnum á TikTok.

Hver er Andrew Tate?

Hann er 35 ára. Fæddist í Chicago í Bandaríkjunum en ólst upp í Luton á Englandi. Hann stundaði kickbox, og vann tvo heimsmeistaratitla, og starfaði í auglýsingabransanum en öðlaðist fyrst frægð þegar hann tók þátt í raunveruleikaþættinum „Big Brother“ 2016. Hann var rekin úr þættinum eftir eina viku þegar upptaka sýndi hann ráðast á kvenkyns þátttakanda með belti. Hann heldur því fram að upptakan hafi verið fölsuð.

Í kjölfarið vakti hann athygli á samfélagsmiðlum fyrir gróf og niðrandi ummæli um konur. Hann lýsti því einnig hvernig hann myndi ráðast með ofbeldi á konu ef hún sakaði hann um framhjáhald og lýsti því hvernig ofbeldi hann myndi beita hana. Hann lét einnig gróf ummæli falla um samkynhneigt fólk og viðhafði kynþáttaníð á Twitter. Hann sagði einnig að þunglyndi væri ekki ekta, það væri afleiðing niðurdrepandi lífsstíls sem fólk gæti sjálft breytt. Þegar hann lét fyrrgreind ummæli um að konur „beri að hluta ábyrgðinni“ ef þær eru beittar kynferðisofbeldi var Twitter nóg boðið og lokað var fyrir aðgang hans. Þetta var 2017.

Andrew Tate. Skjáskot:YouTube/TateSpeech

 

 

 

 

 

 

 

Í kjölfarið kom hann fram í hlaðvarpinu „Infowars“ sem bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones stendur á bak við. Hann vingaðist við Stephen Yaxley-Lennon, sem er kannski betur þekktur sem Tommy Robinson, sem er þekktur andstæðingur múslíma. Hann fór heldur ekki leynt með stjórnmálaskoðanir sínar og lýsti meðal annars yfir stuðningi við Donald Trump og Nigel Farage.

Í lok síðasta áratugar var Tate orðinn nokkuð þekktur í Bretlandi vegna skoðana hans á konum. Þá flúði hann skyndilega til Rúmeníu þegar lögreglan hóf rannsókn á meintri árás hans á konu. Hann var ekki dæmdur fyrir það og hefur vísað ásökunum um árásina á bug. Samt sem áður sagði hann í einu myndbandi sínu á samfélagsmiðlum að „40% af ástæðunni“ fyrir að hann flúði til Rúmeníu hafi verið að þar væri auðveldara að sleppa frá nauðgunarkærum en í Bretlandi. „Ég er ekki nauðgari en mér líkar við hugmyndina um að geta gert það sem ég vil. Mér líkar að vera frjáls,“ sagði hann.

Andrew Tate. Skjáskot/YouTube/FullSendPodcast

 

 

 

 

 

 

 

Rúmenska lögreglan er nú að rannsaka hvort hann hafi gerst sekur um mansal með því að halda 21 árs bandarískri konu nauðugri í íbúð hans.

Margir hafa haft áhyggjur af þeim áhrifum sem hann hefur á ungt fólk, aðallega unga menn. Á síðustu mánuðum hefur nafn hans verið meðal þeirra nafna sem ofast hafa verið slegin inn í leitarvélar á Internetinu.

Fjölbreyttur fyrirtækjarekstur

Ásamt bróður sínum, Tristan, rekur hann fjölda fyrirtækja en þeir stýra þeim frá Rúmeníu. Þeir hafa meðal annars komið að spilavítisrekstri í Rúmeníu, stofnað vefmyndavélafyrirtæki og þeir eiga það sem þeir kalla „Hustler University“. Það er heimasíða þar sem meðlimir greiða sem svarar til um 6.000 íslenskum krónum á mánuði fyrir ráðleggingar um fjárfestingar, meðal annars í rafmynt. Ásakanir hafa komið fram að um pýramídasvindl sé að ræða og að fórnarlömbin séu aðallega unglingspiltar frá Bandaríkjunum og Bretlandi.

Byggt á umfjöllun Sky News, Jótlandspóstsins og fleiri miðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin