fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Var numin á brott fyrir níu árum – Fannst í byrjun ágúst

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. ágúst 2022 16:00

Pooja Gaud

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir níu árum var Pooja Gaud, sjö ára, numin á brott fyrir framan skólann sinn í Mumbai á Indlandi. Hún var lokkuð með ís. Þann 4. ágúst síðastliðinni gerðist það ótrúlega að hún kom aftur í leitirnar.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að lögreglan segi að par, sem ekki átti börn, hafi lokkað hana til sín með loforði um ís og síðan numið hana á brott.

Pooja bjó með foreldrum sínum og tveimur bræðrum í litlu húsi í fátækrahverfi í Mumbai áður en hún var numin á brott. Daginn örlagaríka hafði hún rifist við bróður sinn og hafði hann skilið hana eftir við skólann. Þar kom parið að og lokkaði hana til sín með loforði um að þau myndu kaupa ís handa henni.

Þau fluttu síðan til annarra ríkja með „nýju“ dóttur sína og höfðu sífellt í hótunum um að meiða hana ef hún gréti eða drægi að sér athygli.

Hún segist hafa fengið að ganga í skóla en þegar parið eignaðist barn var hún tekin úr skóla og fjölskyldan flutti aftur til Mumbai.

Eftir að parið eignaðist sjálft barn var Pooja misþyrmt illilega af þeim. Hún segir að þau hafi slegið hana með belti, sparkað í hana og lamið. „Eitt sinn lömdu þau mig svo illa með kökukefli að það blæddi úr bakinu,“ sagði hún.

„Ég var einnig neydd til að sinna húsverkum samhliða því að ég vann í 12 til 24 klukkustundir utan heimilisins,“ sagði hún einnig um hryllingin sem hún mátti þola.

Hún var undir stöðugu eftirliti og fékk ekki að nota síma og fékk enga peninga.

En dag einn náði hún farsímum parsins á meðan þau sváfu. Hún leitaði að nafninu sínu á YouTube og fann fjölda myndbanda um hvarf hennar. Einnig fann hún símanúmer sem var hægt að hringja í með upplýsingar um málið.

En það liðu sjö mánuðir þar til hún hafði safnað nægum kjarki til að segja ráðskonunni, í húsinu þar sem hún starfaði sem barnapía, frá þessu. Ráðskonan kom á sambandi við móður Pooja og kom á fundi.

Á honum staðfesti móðirin að þetta væri Pooja með því að skoða fæðingarblett á henni.  „Efinn hvarf algjörlega. Ég vissi að ég hafði fundið dóttur mína,“ sagði móðir hennar.

Í kjölfarið fór Pooja til lögreglunnar og skýrði frá málinu.

Nokkrum mánuðum áður en hún sameinaðist fjölskyldu sinni á nýjan leik lést faðir hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum