Sky News skýrir frá þessu.
Drengurinn var að synda í Elkhorn ánni þann 8. ágúst þegar amaban barst inn í líkama hans í gegnum nefið. Fimm dögum síðar fékk hann sjúkdómseinkenni og var lagður inn á sjúkrahús þar sem hann lést fimm dögum síðar. Þetta er fyrsta dauðsfallið af völdum amöbu í Nebraska, svo vitað sé. Frá 1962 til 2021 voru 154 tilfelli af heilaétandi amöbum í fólki skráð í Bandaríkjunum. 148 af sjúklingunum létust.
Amöbur geta aðeins borist inn í líkamann í gegnum nefið og því hvetja yfirvöld fólk nú til að nota nefklemmur ef það fer að synda í vötnum og ám.