fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Dagmamma neitar að hafa orðið 15 mánaða stúlku að bana – „Ég veit ekki hvernig hún fékk þessa áverka“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. ágúst 2022 07:00

Hann var sýknaður af ákæru um tvö morð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær hófust réttarhöld í Herning í Danmörku yfir 58 ára gamalli dagmömmu sem er ákærð fyrir að hafa orðið 15 mánaða stúlku að bana. Stúlkan var í umsjá konunnar þann 28. nóvember 2019 þegar hún var hrist harkalega og slegin margoft í höfuðið. Þetta er mat lögreglunnar og ákæruvaldsins.

Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Stúlkan var venjulega í umsjá annarrar dagmömmu en hin ákærða hljóp í skarðið þennan dag og nokkra aðra vegna fjarveru hinnar. Pia Koudahl, saksóknari, sagði fyrir dómi í gær að það hafi legið ljóst fyrir frá upphafi að stúlkan hefði verið beitt grófu ofbeldi og að það hafi orðið henni að bana.

Dagmamman neitar sök. Hún sagði að stúlkan hefði verið hjá henni frá 25. nóvember þar sem hin dagmamman var í fríi. „Hún grét um leið og hún og faðir hennar komu í húsið. Ég hugsaði að nú væri hún að koma á nýjan stað og þá gráti börn oft,“ sagði hún.

Hún sagði að stúlkan hafi grátið allan daginn og hafi ekki róast nema þegar hún sat hjá dagmömmunni. Hún vildi ekki borða eða drekka allan daginn. Um miðjan dag lagði hún stúlkuna í barnavagn til að sofa og sendi síðan eiginmanni sínum skilaboð á Messenger: „Ótrúlega móðursjúkt barn. Hún hefur öskrað eiginlega allan tímann síðan hún kom, nú sefur hún sem betur fer.“

Hún sagði að þegar komið var með stúlkuna til hennar þann 28. hafi hún verið enn leiðari en dagana á undan. Hún sagði að um miðjan dag hafi stúlkan byrjað að lemja höfðinu við skáphurð. Hún sagðist hafa náð að svæfa hana. Þegar stúlkan vaknaði hafi hún sótt hana og lagt hana frá sér en þá hafi stúlkan reynt að standa upp en hafi skyndilega dottið á gólfið og síðan var að hennar sögn ekki hægt að ná sambandi við barnið. Hún sagðist hafa haldið að hún þjáðist af vökvaskorti og það gæti verið ástæðan. Hún hafði samband við foreldrana sem komu og sóttu stúlkuna og fóru með hana til læknis.

Stúlkan var lögð inn á sjúkrahús þar sem læknar komust að því að hún væri höfuðkúpubrotin og með innvortis blæðingar. Hún lést af völdum áverka sinna um nóttina.

Dagmamman neitaði að hafa hrist stúlkuna, lamið eða misst í gólfið. „Ég veit ekki hvernig hún fékk þessa áverka,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“