Sex efnafræðiformúlur er að finna í kínverskum textum frá því 300 fyrir krist. Þær eru þekktar sem Kaogona ji. The Guardian segir að handritið sé þekkt sem „Elsta alfræðiorðabók tækninnar“. Fornleifafræðingar hafa reynt að leysa dulmálið síðan á þriðja áratug síðustu aldar.
Mark Pollard, prófessor við Oxford háskóla, sagði að Kaogong ji hafi hugsanlega verið skrifað til að fullvissa keisarann um að menn hefðu fulla stjórn á öllu. Þetta sé hluti af leiðbeiningabók um hvernig á að stjórna keisaradæmi.
Hugsanlega var Kaogong ji notað til að hafa stjórn á bronsframleiðslu í Kína til forna. Pollard sagði að tilvist textans bendi til að keisaradæmið hafi haft einhverja stjórn á bronsframleiðslu. Brons hafi verið mikilvægasta efnið í Kína, eins og olía er í dag. Yfirráð yfir því hafi verið lykillinn að völdum.