fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

Kjarnorkustríð á milli Bandaríkjanna og Rússlands myndi bana 5 milljörðum manna

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. ágúst 2022 19:00

Orka á við 25 milljarða kjarnorkusprengja! Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjarnorkustríð á milli Bandaríkjanna og Rússlands myndi hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir alla heimsbyggðina. Það myndi valda hungursneyð sem myndi bana fimm milljörðum manna.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Hún sýnir einnig fram á að sannkallaðir eldstormar myndu senda sót upp í efri lög gufuhvolfsins og myndi það loka á sólarljósið sem myndi síðan valda uppskerubresti.

Daily Mail segir að rannsóknin hafi verið byggð á notkun hermilíkana en það voru vísindamenn við Rutgers háskólann í New Jersey sem stýrðu henni.

Aðalhöfundur rannsóknarinnar, prófessor Lili Xia, sagði að sögn Daily Mail að gögnin sýni eitt. „Það verður að koma í veg fyrir að kjarnorkustríð eigi sér stað. Hermilíkanið varpar ljósi á hvað myndi gerast við sex ólíkar sviðsmyndir – fimm minniháttar átök Indlands og Pakistans og stórt stríð á milli Bandaríkjanna og Rússlands,“ sagði hann.

Vísindamennirnir byggðu útreikninga sína á fyrirliggjandi upplýsingum um stærð kjarnorkuvopnabúra kjarnorkuveldanna.

Níu þjóðir eiga kjarnorkuvopn, rúmlega 13.000 stykki.

Rannsóknin leiddi í ljós að átök á milli nýrra kjarnorkuvelda, sem eiga fá kjarnorkuvopn, myndi draga úr matvælaframleiðslu og valda víðtækri hungursneyð.

Rannsóknin hefur verið birt í Nature Food.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegur spádómur Baba Vanga um Pútín og Evrópu á þessu ári

Óhugnanlegur spádómur Baba Vanga um Pútín og Evrópu á þessu ári
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir vildu ekki vera aðskildir en það endaði með ólýsanlegum hörmungum

Þeir vildu ekki vera aðskildir en það endaði með ólýsanlegum hörmungum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er hægt að hita kaffi á nýjan leik?

Er hægt að hita kaffi á nýjan leik?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum KGB-njósnari segir Trump hafa fengið dulnefnið Krasnov þegar hann gekk til liðs við Rússa árið 1987

Fyrrum KGB-njósnari segir Trump hafa fengið dulnefnið Krasnov þegar hann gekk til liðs við Rússa árið 1987
Pressan
Fyrir 4 dögum

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi