fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Er tími ofurbaktería að enda kominn? Nýtt lyf ræður við 300 mismunandi ónæmar bakteríur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. ágúst 2022 20:30

Margar bakteríur eru ónæmar fyrir sýklalyfjum. Mynd:Flickr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa þróað nýtt lyf sem vonast er til að geti gert út af við ónæmar bakteríur, ofurbakteríur. Lyfið heitir Fabimycin. Þetta nýja sýklalyf getur gert út af við 300 tegundir ónæmra baktería.

Talið er að ónæmar bakteríur valdi dauða um 7 milljóna manna á ári. Sumir sérfræðingar hafa varað við að vandinn af völdum þeirra geti aukist enn meira samhliða hnattrænni hlýnun. Þessar bakteríur hafa þróað með sér ónæmi gegn sýklalyfjum sem eru mörg hver ofnotuð eða notuð á rangan hátt.

Daily Mail segir að niðurstöður rannsóknar á músum hafi leitt í ljós að Fabimycin hafi gert út af við ónæmar lungnabólgu bakteríur og þvagfærasýkingu. Tilraunir á rannsóknarstofu leiddu einnig í ljós að lyfið virkaði gegn 300 öðrum tegundum ónæmra baktería.

Vísindamenn segja að þetta geti verið lykillinn að meðferð þrálátra sýkinga í fólki.

Rannsóknin hefur verið birt í ACS Central Science en það voru vísindamenn við University of Illinois sem stýrðu henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar
Pressan
Í gær

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim