Kennsl hafa ekki verið borin á beinin. Flugvélin hafði verið týnd í hálfa öld.
Tveir franskir fjallgöngumenn fundu mannabein á Chessjen jöklinum í Valais kantónunni þegar þeir voru á leið yfir jökulinn. Beinin voru flutt til byggða með þyrlu. Beinin fundust nærri gamalli leið sem hætt var að nota fyrir um 10 árum. Fjallgöngumennirnir fundu beinin líklega vegna þess að þeir notuðust við gamalt kort á ferð sinni. Lítið var eftir af líkinu nema bein og er talið að viðkomandi hafi látist á áttunda eða níunda áratugnum.
Viku áður fannst lík á Stockji jöklinum norðvestan við Matterhorn. DNA-rannsókn verður gerð á líkinu og beinunum sem fyrr er getið. The Guardian segir að líkið hafi verið nokkuð heillegt og í fatnaði sem var vinsæll á níunda áratugnum.
Lögreglan heldur skrá yfir fólk sem hefur týnst á þessu svæði síðan 1925. Um 300 slík tilvik hafa verið skráð.
Í fyrstu viku ágúst fann leiðsögumaður flugvélarflak. Það er flak af vél sem hrapaði ofan við Aletsch jökulinn í júní 1968. Þrír voru um borð í vélinni þegar hún hrapaði og létust þeir allir. Líkin voru sótt á sínum tíma en flakið ekki.