The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að steingervingarnir sýni nútímafugla snemma á þróunarstigi sínu.
Það var Michael Daniels, áhugasteingervingafræðingur, sem safnaði steingervingunum saman. Safn hans er sagt eitt það mikilvægasta á þessu sviði í heiminum. Það er svo mikið að vöxtum að það mun taka nokkur ár að fara í gegnum það og skrá og greina allar tegundirnar. Lausleg skoðun á því bendir til að 50 nýjar tegundir, hið minnsta, sé að finna í því.
Dr Andrew Kitchener sagði í samtali við the Observer að safnið sé frábært og það sé mjög spennandi að hafa fengið það. „Það er ekki hægt að ofmeta mikilvægi þessa safns,“ sagði hann.