fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Morðið á Sylvia – Lögreglan var með ás uppi í erminni

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. ágúst 2022 22:00

Sylvia Quayle. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Woman down“ varð það fyrsta sem lögreglumaður kallaði í talstöð sína þegar hann fann lík Sylvia Quayle í íbúð hennar í Cherry Hills, sem er úthverfi í Denver í Colorado, ágúst nótt eina 1981. Sylvia var nakin og blóðug. Nóg var af sönnunargögnum á vettvangi, sæði og blóðugur eldhúshnífur.

En þrátt fyrir þetta liðu 41 ár þar til morðinginn hlaut dóm fyrir þennan hræðilega verknað. „Þú munt aldrei aftur draga andann frjáls,“ sagði dómari í Denver nýlega þegar hann dæmdi David Anderson, 62 ára, í ævilangt fangelsi fyrir níðingsverkið.

Eftir morðið kvæntist hann og eignaðist börn og bjó í litlum bæ í Nebraska. Allt þar til lögreglan knúði dyra og handtók hann á grunni niðurstöðu DNA-rannsóknar.

Hrottalegt morð

Óhætt er að segja að morðið hafi verið sérstaklega hrottalegt. David braust inn í íbúð Sylvia sem starfaði sem ritari. Áður en hann braust inn hafði hann skorið símalínuna inn í hús hennar í sundur.

Miðað við það sem kemur fram í dómsskjölum, Denver Post og hjá cbsnews.com þá barðist Sylvia fyrir lífi sínu. Blóð var í flestum rýmum heimilis hennar, neglur hennar voru brotnar og líkið var illa farið.

Hún hafði verið stungin þrisvar sinnum í bakið, tekin hálstaki og skotin í höfuðið. Blóðmissir varð henni að bana.

David Anderson. Mynd:Sylvia Quayle. Mynd:Lögreglan

 

 

 

 

 

 

 

 

David hafði nauðgað henni en fætur hennar voru sundurglenntir þegar hún fannst og hendur hennar voru vafðar inn í blússu yfir höfði hennar. Það var faðir hennar sem kom að henni. Fyrstu viðbrögð hans voru að hylja kynfæri hennar með blóðugu handklæði. Síðan hringdi hann í lögregluna.

Á þessum tíma var tæknin við DNA-rannsóknir ekki eins fullkomin og í dag og þar sem engin vitni voru til staðar lenti rannsókn lögreglunnar fljótlega í blindgötu. Að því kom að málið lenti í bunka svokallaðra „cold case“ sem eru mál sem ekki tekst að leysa.

Með ás uppi í erminni

En lögreglan var þó með ás uppi í erminni, raunar marga ása. Á vettvangi fannst blóðugur hnífur og töluvert af lífsýnum (DNA) sem ekki var hægt að tengja við Sylvia eða neinn henni náinn eða vini hennar. Það voru 140 sönnunargögn á líkinu og í íbúðinni.

Upplýsingar um DNA voru skráðar í COBIS-gagnagrunn alríkislögreglunnar FBI 2000. Skráningin gaf þó ekki skýra svörun fyrir 2020 þegar búið var taka nýjan miðlægan gagnagrunn í notkun.

Sylvia Quayle. Mynd:Lögreglan

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sú svörun beindi sjónum lögreglunnar að 3.300 körlum. Þann fjölda var hægt að skera niður með því að vinna með upplýsingar um erfðaefni sem skráðar eru í ýmsa ættfræðigagnagrunnar. Að lokum var David Anderson eina nafnið eftir á listanum.

Lögreglumenn fóru því að fylgjast með honum í þeirri von að geta aflað lífsýnis úr honum til samanburðarrannsóknar. Það tókst þegar þeir náðu gosdrykkjardós og flöskum úr ruslatunnu við heimili hans. Lífsýni á þeim gáfu fullkomna svörun við lífsýnin sem fundust á morðvettvanginum og líku Sylvia.

David var handtekinn á heimili sínu á síðasta ári og sat í gæsluvarðhaldi þar til dómur féll yfir honum.

Hann var ekki alveg óþekktur hjá lögreglunni því á yngri árum hlaut hann nokkra dóma fyrir innbrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“