fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Pressan

Vann á sama kaffihúsinu í sjö ár – Þrjár mínútur kostuðu hana starfið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 22:00

Starbucks. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tæp sjö ár starfaði Joselyn Chuquilanqui hjá bandarísku kaffihúsakeðjunni Starbucks. Dag einn mætti hún þremur mínútum of seint og var rekin. Hún hafði sjálf átt von á að verða rekin því hún segir að keðjan hafi leitað að ástæðu til að reka hana vegna baráttu hennar fyrir að starfsfólk Starbucks í Bandaríkjunum gangi í stéttarfélag. Hún hafði hvatt samstarfsfólk sitt á kaffihúsinu í New York, þar sem hún starfaði, til að ganga í stéttarfélag.

BBC skýrir frá þessu. „Þetta var ákveðið form hefndar. Ég hef aldrei séð neinn vera rekinn fyrir að koma undir fimm mínútum of seint,“ er haft eftir henni.

Hún sagði að fljótlega eftir að hún fór að blanda sér í baráttuna fyrir stofnun stéttarfélags hafi yfirmaður hennar byrjað að refsa henni þegar hún mætti nokkrum mínútum of seint en á sama tíma hafi samstarfsfólki hennar ekki verið refsað fyrir að koma of seint.

Hún er ekki eini starfsmaðurinn sem hefur fengið sparkið hjá Starbucks vegna baráttu fyrir aðild starfsfólks að stéttarfélögum. BBC segir að rúmlega 75 starfsmenn keðjunnar hafi verið reknir úr starfi vegna baráttu fyrir að starfsfólkið gangi í stéttarfélög.

Talsmenn Starbucks, sem rekur rúmlega 9.000 kaffihús í Bandaríkjunum, vísa því á bug að um hefnd sé að ræða af hálfu fyrirtækisins. Keðjan hefur lokað nokkrum kaffihúsum þar sem starfsfólk hafði samþykkt að ganga í stéttarfélög.

Forstjóri keðjunnar, Howard Schultz, hefur látið gagnrýnin orð falla þegar rætt er um stéttarfélög og meðal annars sagt að fyrirtækið hafi ekki trú á að þriðji aðilinn (stéttarfélög) eigi að vera í fararbroddi fyrir starfsfólkið og því berjist fyrirtækið um hjarta og huga starfsfólksins og muni ná árangri í þeim efnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin