The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að næsta skref sé að réttarmeinafræðingar rannsaki líkamsleifarnar og reyni að komast að af hverjum þær eru.
„Við áttum okkur á að það er mikill áhugi meðal almennings á að fá að vita hvað gerðist en vegna kringumstæðnanna, við fund líkamsleifanna, eru enn margar rannsóknir sem þarf að gera,“ er haft eftir Tofilau Faamanuia Vaaelua, sem stýrir rannsókn lögreglunnar.
Hann sagði að forgangsverkefni lögreglunnar sé að bera kennsl á fórnarlambið því út frá þeim upplýsingum sé hægt að kortleggja atburðarásina og einnig sé mikilvægt að ættingjar fá vitneskju um afdrif viðkomandi.