fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 05:58

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýsjálensk fjölskylda keypti nýlega ferðatösku á uppboði í lagerhúsnæði í Auckland. Þegar heim var komið var ferðataskan opnuð og blöstu þá líkamsleifar við fjölskyldunni. Eins og gefur að skilja hringdi fjölskyldan strax í lögregluna sem rannsakar málið nú sem morð.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að næsta skref sé að réttarmeinafræðingar rannsaki líkamsleifarnar og reyni að komast að af hverjum þær eru.

„Við áttum okkur á að það er mikill áhugi meðal almennings á að fá að vita hvað gerðist en vegna kringumstæðnanna, við fund líkamsleifanna, eru enn margar rannsóknir sem þarf að gera,“ er haft eftir Tofilau Faamanuia Vaaelua, sem stýrir rannsókn lögreglunnar.

Hann sagði að forgangsverkefni lögreglunnar sé að bera kennsl á fórnarlambið því út frá þeim upplýsingum sé hægt að kortleggja atburðarásina og einnig sé mikilvægt að ættingjar fá vitneskju um afdrif viðkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Í gær

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi