Grískir fjölmiðlar og góðgerðasamtök segja að eitt látið barn hafi verið á meðal flóttamannanna. Lögreglan hefur ekki staðfest það. Í tilkynningu frá henni kemur fram að níu börn og sjö konur hafi verið á meðal flóttamannanna.
Fólkið fannst í fjögurra kílómetra fjarlægð frá þeim stað sem fyrstu upplýsingar sögðu að það væri. Það svæði var að sögn lögreglunnar utan „grísks yfirráðasvæðis“.
Notis Mitarachi, ráðherra innflytjendamála, sagði að flóttamennirnir hefðu fundist á báti fjóra kílómetra sunnan við fyrrnefndan hólma sem er á tyrknesku yfirráðasvæði. Hann sagði að fólkið virðist vera við góða heilsu en barnshafandi kona hafi þó verið flutt á sjúkrahús.
Grískir fjölmiðlar og góðgerðasamtök segja að fólkið hafi verið fast á hólmanum dögum saman og hafi hvorki Grikkland né Tyrkland viljað taka ábyrgð á þeim.