Samkvæmt frétt The Telegraph þá mun barnfóstran Maria Borrallo ekki flytja með þeim inn í nýja húsið því það er ekki pláss þar fyrir hana. Hún hefur búið hjá þeim síðan Georg prins, elsti sonur þeirra, var átta mánaða gamall. Börnin eru því vön að hafa hana á heimilinu en hún annast þau öll en þau eru þrjú. Hún mun starfa áfram hjá þeim en búa annars staðar.
Ástæðan fyrir flutningunum er að hjónin vilja að börn þeirra fái eins eðlilegt uppeldi og hægt er og því vilja þau ekki búa í höllinni lengur. Einnig vilja þau vera nær Elísabetu II, drottningu, ömmu Vilhjálms.