Sky News skýrir frá þessu. Skotland er þar með fyrsta land heims til að gera þessar vörur ókeypis.
Málið hefur verið fyrirferðarmikið í Skotlandi frá 2016. 2020 var lagt fram lagafrumvarp um þetta og samþykkti skoska þingið það.
Samkvæmt lögunum verð ókeypis dömubindi, túrtappar og aðrar tíðavörur í boði í öllum skólum landsins og sú skylda er lögð á sveitarstjórnir og menntastofnanir að sjá til þess að allir, sem þess þurfa, geti fengið þessar vörur án endurgjalds.
Monica Lennon, stjórnmálamaður, hefur frá upphafi verið einn helsti talsmaður laganna sem hún segir „praktísk“ og „framsækin“.
BBC segir að fyrir tveimur árum hafi verið gerð rannsókn á aðgengi að tíðavörum og annað þeim tengt. 2.000 konur tóku þátt í henni. Niðurstaðan var að 10% þeirra höfðu ekki efni á tíðavörum og 15% áttu í vandræðum með að fjármagna kaup á þeim. 71% kvenna á aldrinum 14 til 21 árs sögðu að þeim fyndist vandræðalegt að kaupa tíðavörur.